Hugleiðing 1

Föstudagur 1. okt.-21. Björgvin

Í strætó á leið til vinnu í morgun sat gegnt mér ung kona með litla stúlku, líklega á þriðja ári. Það smitaði gleði af andliti stúlkunnar sem var niðursokkin við að borða brauðsneið um leið og hún naut þess að horfa út um gluggann. Fljótlega fóru þær mæðgur út og ég horfði á eftir þeim þar sem móðirin bar stúlkuna á handleggnum eftir gagnstéttinni. Líklega voru þær að fara í leikskóla. Sú hugsun leitaði á mig að hér væri kjarni þess sem máli skiptir í lífinu. Allt annað sem mannfólkið tekur sér fyrir hendur séu umbúðir, oft til að greiða fyrir þessum grundvallarsamskiptum en líka oft til að flækja þau. Margt af því sem er rúmfrekt í umræðunni villir okkur sýn á þennan kjarna. Hann þarf að skíra og byggja síðan stjórnmálin skipulega upp frá honum. Það er þörf á hreinsandi yfirvegun með þessa mynd að leiðarljósi.