Ferilskrá

Vilhjálmur Árnason
Ljósm. Hari

Vilhjálmur Árnason fæddur í Neskaupstað 1953. Prófessor í heimspeki við Sagnfræði- og heimspekideild, Hugvísindasviði Háskóla Íslands, og formaður stjórnar Siðfræðistofnunar.

Háskólanám

 • 1978–1982. Purdue University, West Lafayette, IN, USA.
  – Ph.D. og M.A. í heimspeki.
 • 1973–1978. Háskóli Ísland
  – Kennsluréttindi í heimspeki og almennri bókmenntasögu, Félagsvísindadeild.
  – B.A. í heimspeki og almennri bókmenntasögu, Heimspekideild.

Helstu störf:

 • Námsbrautarformaður í heimspeki 2015–2016.
 • Formaður vinnuhóps um siðferði og starfshætti í tengslum við Rannsóknarnefnd Alþingis 2009–2010.
 • Skorarformaður í heimspeki 2007–2008; 1996–1997.
 • Deildarforseti heimspekideildar 2000–2002.
 • Dósent í heimspeki við heimspekideild Háskóla Íslands 1991–1996
 • Lektor í heimspeki við heimspekideild Háskóla Íslands 1990–1991
 • Gistikennari við Pacific Lutheran University 1988−1989
 • Stundakennari í heimspeki 1983–1988
 • Formaður Siðaráðs Landlæknis 1998–2000. Í stjórn frá 1993
 • Formaður heimspekiskorar 1996–1997.
 • Starfsmaður Framkvæmdanefndar um framtíðarkönnun á vegum forsætisráðherra 1985–1987.

Önnur akademísk störf:

 • Einn af sex meðritstjórum (associate editors) endurútgáfu á Encyclopedia of Applied Ethics undir ritstjórn Ruth Chadwick 2008–2011. Elsevier 2012.
 • Gestaritstjóri: Special section: Kant, Habermas and Bioethics, Cambridge Quarterly of Health Care Ethics 21 (væntanlegt 2012).
 • Ritstjóri Lærdómsrita Hins íslenska bókmenntafélags 1997–2003.
 • Ritstjóri Skírnis. Tímarits Hins íslenzka bókmenntafélags 1987–1994.
 • Í ritnefnd Medicine, Health Care and Philosophy frá 1999.
 • Í ritnefnd Genomics, Society and Policy frá 2005.
 • Í ritnefnd Etikk i praksis frá 2007.
 • Fulltrúi hugvísindasviðs í Háskólaráði Háskóla Íslands frá 2004–2006.
 • Í stórn European Society for Philosophy of Medicine and Health Care 2004–2010.
 • Í stjórn Nordisk kommité för bioetik frá 2004–2010. Formaður 2007.
 • Í stjórn International Association of Bioethics (IAB) frá 2012.

Helstu náms- og rannsóknarstyrkir:

 • 1978 Námsstyrkur frá Thor Thors Foundation
 • 1978 – 1982 Námsfararstyrkur frá Fulbright Foundation
 • 1981 – 1982 Rannsóknarstyrkur frá David Ross Foundation, Purdue University
 • 1983 – 1984 Rannsóknarstyrkur Vísindasjóðs: Siðferði Íslendingasagna
 • 1989 – 1991 Rannsóknarstyrkur Vísindasjóðs: Siðfræði lífs og dauða
 • 1993 Styrkþegi Alexander von Humboldt Stiftung, Bonn. Dvalið í Berlín.
 • 2002–2004 Rannsóknarstyrkur úr 5. rannsóknaráætlunar Evrópuráðsins. ELSAGEN.
 • 2002–2006 Rannsóknarnetstyrkur frá NorFA/NordForsk: Human genetic databases
 • 2002, 04, 05 Styrkir úr Kristnihátíðarsjóði
 • 2003, 2005 Rannsóknarstyrkir Rannís: Gagnagrunnar á heilbrigðissviði
 • 2006 Visiting fellowship, Clare Hall, Cambridge University.
 • 2010 Research fellow. Fondation Brocher. Genf
 • 2103 Rannsóknarstyrkur Rannís: Íslenskt lýðræði
 • 2013 Gjesteforsker. Filosofisk Institutt, Universitetet i Bergen
 • 2017 Gistifræðimaður við Università degli Studi di Siena

Viðurkenningar:

 • Viðurkenning fyrir lofsvert framlag til rannsókna við Háskóla Íslands. Hátíðasal H.Í. 29. nóv. 2017.
 • Í valnefnd Nils Klim verðlaunanna á vegum Holberg Prisen, Háskólanum í Bergen frá 2013‒2018.
 • Rannsóknarstyrkþegi: Fondation Brocher 2010.
 • Bókin Farsælt líf, réttlátt samfélag. Kenningar í siðfræði tilnefnd til Hinna íslensku bókmenntaverðlauna 2008 og til verðlauna Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, fyrir mikilsverð fræðastörf 2008.
 • Kjörinn Life member á Clare Hall, Cambridge 2007.
 • Verkefni mitt og Ástríðar Stefánsdóttur „Sjálfræði og aldraðir“ hlaut 2.–3. verðlaun í hugmyndasamkeppninni „Upp úr skúffunum“ 2003.
 • Kjörinn félagi í Vísindafélagi Íslendinga 2000.
 • Bókin Siðfræði lífs og dauða tilnefnd til bókmenntaverðlauna Forseta Íslands 1993 og hlaut viðurkenningu Hagþenkis, félags höfunda fræðirita og kennslugagna, fyrir mikilsverð fræðastörf 1993.
 • Kjörinn Alexander von Humboldt félagi 1993.