Rannsóknar- og áhugasvið

Í rannsóknum mínum hef ég einkum fengist við efni á sviði siðfræði, tilvistarheimspeki, heimspeki samfélags og stjórnmála. Ég hef fjallað um margvísleg viðfangsefni, oft á mörkum ólíkra fræðigreina og með áherslu á þýðingu þeirra fyrir íslenskt samfélag og menningu. Til dæmis hef ég fjallað um siðferði og samfélagsgerð í Íslendingasögunum, siðferðileg álitamál tengd kvótakerfinu, heilbrigðisþjónustu og gagnagrunns-rannsóknum. Ég fékk viðurkenningu Háskóla Íslands fyrir lofsvert framlag til rannsókna (2017).

Tilvistarheimspeki og skyld stef

Ég var í stærðfræðideild í menntaskóla, náttúrufræðikjörsviði, en las mikið bókmenntir í valáföngum, m.a. undir leiðsögn Kristjáns Árnasonar sem lét okkur lesa heimspekilegar bókmenntir. Ég las síðan almenna bókmenntasögu og heimspeki við Háskóla Íslands og lauk B.A. prófi í báðum greinum. Á þeim árum höfðuðu hugðarefni Páls Skúlasonar mjög til mín, en hann kenndi margvísleg stef úr „meginlandsheimspeki“ þess tíma. Sérstaklega heillaðist ég af tilvistarstefnunni og skrifaði BA ritgerðina um óheilindahugtakið í heimspeki og leikritum Jean-Paul Sartres. Á námsárunum í Bandaríkjunum jókst áhugi minn á túlkunarfræði (Gadamer, Merleau-Ponty, Ricoeur) á kostnað tilvistarstefnunnar. Jafnframt varð ég uppteknari af stjórnmálaheimspeki, m.a. þeirri sem á rætur sínar í Frankfurtarskólanum eða gagnrýnum samfélagsfræðum, þ.á.m. samræðusiðfræði Habermas. Í doktorsritgerðinni fjalla ég um þá spurningu hvort móta megi siðfræði sem virðir kröfu tilvistarstefnunnar um ábyrgð einstaklinga en tekur jafnframt raunhæft mið af því félagslega samhengi sem mótar lífskjör þeirra. Auk rita um tilvistarheimspeki set ég í þennan flokk skrif mín um frelsi, menntun, trú og uppeldi. 

Helstu rit:

 • The Context of Morality and the Question of Ethics. From Naive Existentialism to Suspicious Hermeneutics.Doktorsritgerð. Purdue University, University Microfims, Ann Arbor.
 • Siðferðilegar ádeilur og samfélagsgagnrýni. Reykjavík: Háskólaútgáfan og Rannsóknarstofnun í siðfræði 1997. Greinasafn 356 bls.
 • Rabbað um veðrið og fleiri heimspekileg hugtök. Háskólaútgáfan og Heimspekistofnun 2015.
 • Velferð barna. Gildismat og ábyrgð samfélags, ritstj. Salvör Nordal, Sigrún Júlíusdóttir og Vilhjálmur Árnason (Reykjavík: Siðfræðistofnun og Háskólaútgáfan 2010), bls. 15–30.

Greinar og bókakaflar

 • Lýðræðisleg gildi og hlutverk menntunar“. Tímarit um uppeldi og menntun 28(2) 2019, 261‒274.
 • „The Danger of Losing Oneself. Habermas’s Species Ethics in Light of Kierkegaards’s Existential Analysis“,Kierkegaard’s Existential Approach, Arne Grøn, René Rosfort, Brian K. Söderquist (Berlin: De Gruyter 2017), 217–238.
 • „A Man of Polemics and Principles: The Reception of Magnús Eiríksson in Iceland“,Magnús Eiríksson. A Forgotten Contemporary of Kierkegaard, Gerhard Schreiber og Jon Stewart ritstj. (Kaupmannahöfn: Museum Tusculanum Press 2017), 325‒ Meðhöfundur Jón Bragi Pálsson.
 • „Frjálsræði og sjálfræði: Uppeldi til frelsis í neyslusamfélagi“.Velferð barna. Gildismat og ábyrgð samfélags, ritstj. Salvör Nordal, Sigrún Júlíusdóttir og Vilhjálmur Árnason (Reykjavík: Siðfræðistofnun og Háskólaútgáfan 2010), bls. 15–30
 • „Höggmyndir og gimsteinar. Fagurfræði tilvistarinnar að fornu og nýju“,Hugur 22 (2010), 43–57.
 • „Iceland: ”Neglect and misunderstanding”. The Reception of Kierkegaard in Iceland“,Kierkegaard’s International Reception. Tome I: Northern and Western Europe. Ritstj. Jon Stewart. Ashgate 2009, s. 219–234.
 • „Inngangur“ að Tilvistarstefnan er mannhyggja eftir Jean-Paul Sartre í þýðingu Páls Skúlasonar (Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag 2007), 9–44.
 • „Uppeldi til frelsis í neyslusamfélagi“,Kirkjuritið 72 (2006: 2), 8–11.
 • „Heil og óheil trú“,Glíman 3 (2006), 263–269.
 • „Frelsi og fíkn“,Fíkniefni og forvarnir,  Árni Einarsson og Guðni R. Björnsson (Fræðslumiðstöð í fíknivörnum, 2001), 192–196.
 • „Að velja sjálfan sig. Tilraunir Kierkegaards um mannlífið,“Tímarit Máls og menningar (2000:4), 17–32.
 • „Tvíræð frelsunarsiðfræði. Samanburður á Sartre og Beauvoir“.Simone de Beauvoir. Heimspekingur. Rithöfundur. Femínisti. Rannsóknastofa í kvennafræðum og Háskólaútgáfan 1999, 121–134.
 • „Grímur manns og heims“.Tímarit Máls og menningar 58 1997:3, 51–59.
 • „Orðræðan um frelsið“, Tímarit um heimspeki (1996), 35–50.
 • „Vitundin um dauðann“,Dauðinn í íslenskum veruleika, ritstjóri Sigurjón Baldur Hafsteinsson (Mokka-Press 1996), 53–59.
 • „Er maðurinn frjáls?“,Skírnir 170 (vorhefti 1996), 172–180.
 • „Við rætur mannlegs siðferðis. Siðagagnrýni og heilræði Friedrichs Nietzsche.”Skírnir 167 (vor 1993), 34–65.
 • „Eins er þér vant. Um hlutverk kirkjunnar í nútímasamfélagi.“Studia Theologica Islandica  Ritröð Guðfræðistofnunar Háskóla Íslands 1991, 163–174.
 • „”Deyðu á réttum tíma”. Siðfræði og sjálfræði í ljósi dauðans.“Skírnir 164 (haust 1990), 288–316.
 • „Gagnsemi menntunar og frelsið sem af henni hlýst.“Ný menntamál, (1. tbl., 6. árg. 1988), 18–23.
 • „Réttlæti og trúarsannindi – eða Vegurinn, sannleikurinn og lífið.“Tímarit Máls og menningar 47 (1986:3), 376–382.
 • „Um guð og góða siði.“Orðið19(1985:1), 39–41.
 • Ritdómur: „Francis Jeanson, Sartre and the Problem of Morality.“ Eros8(1981:1), 136–142.
 • „The Wild Duck: An Existential Interpretation.“Eros: Journal of Philosophy and the Literary Arts 7 (1980:1), 33–47.

Viðtöl

Saga siðferðisins og siðfræðinnar

Þegar ég kom heim frá doktorsnámi sótti ég um styrk til Vísindasjóðs um að rannsaka samspil siðferðishugmynda, svo sem um dygðir og hefndarskyldu, við þá samfélagsgerð sem lýst er í Íslendingasögunum. Ég samdi einnig nokkra þætti úr sögu siðfræðinnar fyrir útvarp og þeir voru gefnir út litlu kennslukveri.

Ég prjónaði við þetta efni smám saman gegnum tíðina og gaf svo út allmikla bók um efnið árið 2008. Bókinni er skipt í fimm hluta. Í fyrsta hlutanum, Grískar dygðir og kristnar, ræði ég nokkur meginstef siðfræðinnar í fornöld og á miðöldum. Í öðrum hlutanum, Lögmál mannlegs siðferðis, reifa ég kenningar fáeinna höfunda sem mótuðu ný viðmið í hugsun um siðferðileg og samfélagsleg efni á nýöld. Í þriðja hlutanum, Einstaklingur og samfélag, er fjallað um kenningar Marx, Kierkegaards og Nietzsches, sem sjaldan eru ræddar í siðfræðilegu samhengi. Í fjórða hluta ritsins, Frelsi og skynsemi, ber ég niður í nokkrum meginstraumum siðfræðilegrar orðræðu á síðustu öld, svo sem rökfræðilegar raunhyggju og tilvistarstefnu. Loks lít ég yfir umfjöllun mína í Eftirþönkum og dreg saman meginstef. Bókin var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna í flokki fræðirita og til verðlauna Hagþenkis fyrir mikilsverð fræðastörf 2008.

 • Bók: Farsælt líf, réttlátt samfélag. Kenningar í siðfræði. Heimskringla. Háskólaforlag Máls og menningar 2008. 511 bls.

Greinar og bókakaflar

 • Rétt notkun skynseminnar í siðfræði Aristótelesar og Habermas”, Hugsað með Aristótelesi, ritstj. Eiríkur Smári Sigurðarson og Svavar Hrafn Svavarsson (Háskólaútgáfan 2018), 159‒
 • „An Ethos in Transformation: Conflicting Values in the Sagas“, Gripla XX (2009), 217−240.
 • „Veik sönnun, öflug innræting. Um rökfærsluna í Nytjastefnu  Hugsað með Mill, ritstj. Róbert H. Haraldsson, Salvör Nordal og Vilhjálmur Árnason (Háskólaútgáfan 2007), 13–26.
 • „Discourse in Context“,Morality in Context, W. Edelstein og Gertrud Nunner-Winkler ritstj. (Elsevier 2005), 143–161.
 • Ritdómur„Robert J. Dostal (ed.),The Cambridge Companion to Gadamer.“ The Philosophical Quarterly 2004, 54, no. 217, Blackwell Publishing, 634–637.
 • „Siðfræði og rökgreining. Rökræður í engilsaxneskri heimspeki á síðustu öld.“ Skírnir, haust 2003. 177. Hið íslenska bókmenntafélag, 267–298.
 • „Er heimska í siðvitinu? Um eþos, logos of frónesis í nútímasiðfræði“, Heimspekimessa, ritstj. Kristján Kristjánsson og Logi Gunnarsson. 2003. Háskólaútgáfan, 229–245.
 • „Umhyggja og réttlæti. Gagnrýni femínista á réttlætiskenningu Rawls.“Ritið (2/2002), 103–116.
 • „Towards a Better Life: The Possibility of Universal Discourse Ethics“, Universal Ethics. Perspectives and Proposals from Scandinavian Scholars, ritstj. G. Bexell og D.E. Anderson (Kluwer 2002), 15–22.
 • „Gagnrýni siðfræðinnar og gildi mannlífsins“, Hugur 12–13 (Félag áhugamanna um heimspeki 2002), 97–104.
 • „Réttlæti og sameiginleg gildi“.Líndæla (HÍB 2001), 635–644.
 • „Diskurs im Kontext“, þýð. Wolfgang Edelstein. Moral im sozialen Kontext, ritstj. W. Edelstein og G. Nunner-Winkler (Frankfurt: Suhrkamp 2000), 149–172.
 • „Hvers er siðfræðin megnug? Frekari hugleiðingar um leikreglur og lífsgildi.“ Hvers er siðfræðin megnug? Safn ritgerða í tilefni tíu ára afmælis Siðfræðistofnunar, ritstjóri Jón Á. Kalmansson (Siðfræðistofnun og Háskólaútgáfan 1999), 145–168.
 • „Á rauðu ljósi. Andsvar við gagnrýni á „Leikreglur og lífsgildi“. “Hvers er siðfræðin megnug? Safn ritgerða í tilefni tíu ára afmælis Siðfræðistofnunar, ritstjóri Jón Á. Kalmansson (Siðfræðistofnun og Háskólaútgáfan 1999), 219–238.
 • „Smíðisgripir Rawls og Kants.“ Tímarit um heimspeki 9 (1997), 104–108.
 • „Réttlæti og heimilisranglæti í ljósi samræðusiðfræðinnar.“ Fjölskyldan og réttlætið. Ritstjórar Jón Á. Kalmansson, Magnús D. Baldursson og Sigríður Þorgeirsdóttir.(Siðfræðistofnun og Háskólaútgáfan 1997), 43–71.
 • „Leikreglur og lífsgildi“. Hugleiðing um hlutverk siðfræðinnar.“ Milli himins og jarðar, (Háskólaútgáfan 1997), 249–261. Einnig birt í  Tímarit um heimspeki 9 (1997), 36–49.
 • „Hið sanna ríki frelsisins. Siðferðisgreining Karls Marx“.Tímarit Máls og menningar (1997:1), 84–95.
 • „Er manneskjan náttúrulaus? Hugleiðing um siðferði og mannlegt eðli“, Náttúrusýn. Greinar um siðfræði og náttúru,  Róbert H. Haraldsson og Þorvarður Árnason (Rannsóknarstofnun í siðfræði 1994), 127–141.
 • „Morality and Social Structure in the Icelandic Sagas“Journal of English and Germanic Philology 90 (April 1991), 157–174.
 • „Forngrísk siðfræði.“Grikkland ár og síð (Hið íslenzka bókmenntafélag 1991), 81–107.
 • „Morality in the Sagas“. A Publication of the Division of Humanities, Pacific Lutheran University 2 (1989:2), 1 og 8–11.
 • „Um gæði og siðgæði.“Samfélagstíðindi: Tímarit Þjóðfélagsfræðinema við Háskóla Íslands 5 (1985), 23–37.
 • „Saga og siðferði. Hugleiðingar um túlkun á siðferði í Íslendingasögunum.“ Tímarit Máls og menningar 46 (1985:1), 21–37.
 • „Siðferði, samfélag og manneðli.“ Skírnir: Tímarit hins íslenska bókmenntafélags (Reykjavík, 1983), 117–129.
 • Þættir úr sögu siðfræðinnar og stef úr samtímasiðfræði. Háskóli Íslands 1990, 112 bls.
 • „Að skila ull eða æla gorinu.“ Tekið undir kveðju Kristjáns Kristjánssonar.“ Samfélagstíðindi 10 (1990), 191–202.
 • „Siðfræðin og mannlífið: frá sjálfdæmishyggju til samræðusiðfræði.“ Hugur, Tímarit um heimspeki 1 (1988:1), 49–78.
 • „Einstaklingshyggja að fornu og nýju“ (Skírnismál). Skírnir, Tímarit hins íslenska bókmenntafélags (162. árg., vor 1988), 172–177.
 • „The Discourse of Freedom.“Rechtstheorie: Zeitschrift fur Logik, Methodenlehre, Kybernetik und Soziologie des Rechts 19 (1988:4), 491–501.
 • „Morality and Humanity.“ The Journal of Value Inquiry, Vol. XXII (1988), 3–22.
 • „Ritdómur: UmHugmyndasögu eftir Ólaf Jens Pétursson.“ Saga: Tímarit Sögufélagsins 24 (1986), 335–338
 • „Moralen och den mänskliga naturen“, Ajatus 44 Suominen Filosofisen Yhdistyksen vuosikirja (ársriti finnska heimspekifélagsins 1987), 18–37.
 • „Hvað eru gagnrýnin félagsvísindi? Tilbrigði við stef úr sögu Frankfurtarskólans.“ Samfélagstíðindi 6 (1986), 5–33.

Viðtöl

Siðfræði lífs og heilsu

Þegar ég hóf störf við Háskóla Íslands 1983 var mér falið að kenna heimspekileg forspjallsvísindi nemendum á fyrsta ári í hjúkrunarfræði. Í tengslum við það kynnti ég mér siðfræði heilbrigðisþjónustu sem var þá ört vaxandi fræðigrein. Jafnframt hélt ég fjölmörg erindi og námskeið fyrir faghópa um þessi efni. Þetta gaf mér kærkomið tækifæri til að jarðtengja siðfræðina við raunhæf viðfangsefni. Vísindaráð Íslands veitti mér myndarlega styrki á árunum 1989–1992 sem gerðu mér kleift að helga mig þessum efnum. Afrakstur þessa birti ég í bókinni Siðfræði lífs og dauða (1993), en þar fjalla ég um helstu siðferðileg álitamál tengd heilbrigðisþjónustu og rannsóknum á fólki. Bókin var tilnefnd til íslensku bókmenntaverðlaunanna og hlaut viðurkenningu Hagþenkis fyrir mikilsverð fræðastörf 1993. Endurskoðuð útgáfa (2003) kom út í þýskri þýðingu (2005) með styrk frá Alexander von Humboldt-stofnuninni í Bonn. Á þessum árum vann ég ásamt Ástríði Stefánsdóttur og Maríu Sigurjónsdóttur að rannsókn á stöðu aldraðra á hjúkrunarheimilum sem styrk var af Framkvæmdasjóði aldraðra. Niðurstöður voru birtar í ritinu Sjálfræði og aldraðir í ljósi íslenskra aðstæðna (2004).

 • Bækur: Siðfræði lífs og dauða. Erfiðar ákvarðanir í heilbrigðisþjónustu. Reykjavík: Rannsóknastofnun í siðfræði 1993. Endurskoðuð útgáfa Siðfræðistofnun og Háskólaútgáfan 2003.
 • Þýsk þýðing: Dialog und Menschenwürde. Ethik im Gesundheitswesen, þýðandi Lúðvík Gústafsson. Münster: LIT-Verlag 2005.
 • Siðfræðikver. Henry Alexander Henrysson sá um útgáfuna sem er byggð á 1. kafla Siðfræði lífs og dauða (2003). Siðfræðistofnun og Háskólaútgáfan 2016.
 • The Moral Perspective. Reflections on Ethics and Practice. Ensk þýðing á Siðfræðikveri eftir Barböru B. Nelson. Háskólaútgáfan 2018. 103 bls.
 • Sjálfræði og aldraðir í ljósi íslenskra aðstæðna, 2004, Siðfræðistofnun og Háskólaútgáfan, 196 bls. Meðhöfundur Ástríður Stefánsdóttir.
 • Skýrsla: Siðfræðileg álitsgjörð um skilgreiningu dauða og brottnám líffæra. Samin fyrir Kirkjuþing 1990. (Háskóli Íslands: Rannsóknarstofnun í siðfræði 1990). Meðhöfundar Björn Björnsson, Mikael M. Karlsson og Páll Ásmundsson.

Greinar og bókakaflar

 • Frá bræðralagi til fagmennsku Siðferðileg viðmið íslenskra lækna í hundrað ár“, Læknablaðið 104 (2018), 400–403.
 • „Bioethics in Iceland. Recent Developments“,Cambridge Quarterly of Health Care Ethics 25 (2016:3), 421–434.
 • The Person in a State of Sickness“Cambridge Quarterly of Health Care Ethics 25 (2016:2), 209–18. Meðhöfundur Stefán Hjörleifsson.
 • „Towards Critical Bioethics“Cambridge Quarterly of Health Care Ethics24 (2015:2), 154–16.
 • „Hvernig er hagnýtt siðfræði? Aðferðir, annmarkar og áskoranir.“ Hugur 26 (2014), 45–60.
 • „From species ethics to social concerns: Habermas’s critique of “liberal eugenics”evaluated“, Theoretical Medicine and Bioethics 35 (2014:5), 353–367.
 • „Guest Editorial: Bioethics and the Conditions for Human Agency“. Cambridge Quarterly of Health Care Ethics 21 (2012:2), 150–153.
 • „Informed Consent”, The SAGE Handbook ofHealth Care Ethics: Core and Emerging Issues, Ruth Chadwick, Henk ten Have, Eric Meslin, ritstj. Meðhöfundar Hongwen Li and Yali Cong (London: Sage Publications 2011), bls. 106–­116.
 • „Nonconfrontational Rationality or Critical Reasoning“Cambridge Quarterly of Health Care Ethics 20 (2011:2), 228–237.
 • „Bioethical concepts in theory and practice: An exploratory study of prenatal screening in Iceland“Medicine, Health Care and Philosophy 14 (2011:1), 53–­61. Meðhöfundur Helga Gottfreðsdóttir.
 • „My Philosophy of Medicine“, Philosophy of Medicine. 5 Questions, Jan Kyrre Berg Olsen, Peter Rossell, Michael Slott Norup & Stig Andur Pedersen. Automatic Press, væntanleg 2011.
 • „Æxlunarfrelsi, erfðatækni og barnavernd”, Heiðursrit. Ármann Snævarr 1919–­2010,  Hrefna Friðriksdóttir, Valborg Snævarr, Þórhildur Líndal (Reykjavík: Rannsóknarstofnun Ármanns Snævarr og Bókaútgáfan Codex 2010), bls. 377–395.
 • „Tilfelli: Siðferðilegt álitamál – starf kostað af lyfjafyrirtæki“. Siðfræðidálkur, Læknablaðið 96 (2010) 703–705.
 • „Bioethics in Iceland“,Cambridge Quarterly of Health Care Ethics 19 (2010:3), 299–309.
 • „Justice or Solidarity? Thinking about Nordic Prioritization in Light of Rawls“, Cutting Through the Surface: Philosophical Approaches to Bioethics, ritstj. Søren Holm, Peter Herissone-Kelly and Tuija Takala (Amsterdam: Rodopi, 2009), s. 99–110.
 • „Global Principles and Local Context – A Challenge of Globalization.“Globalizierung/Globalization, ritstj. Martina Keitsch, Bernd Neumann, Audun Öfsti. (Aachen: Shaker Verlag 2008), 67–78.
 • „The Global and the Local. Fruitful Tension in Medical Ethics“Ethik in der Medizin 18 (2006), 385–389.
 • „Réttlæti eða samstaða í heilbrigðisþjónustu? Norræn forgangsröðun í ljósi kenningar Rawls“. Þekking – engin blekking. Til heiðurs Arnóri Hannibalssyni í tilefni af 70 ára afmæli hans 24. mars 2004. Ritstj. Erlendur Jónsson, Guðmundur Heiðar Frímannsson og Hannes Hólmsteinn Gissurarson (Reykjavík: Háskólaútgáfan 2006), 203–218.
 • „The Ethics of Embryo Design”, PGD and Embryo Selection. Ritstj,. Ingileif Jónsdóttir. Tema Nord (2005:591), 28–38.
 • „Sensible Bioethics: Reflections on Interdisciplinary Research”Cambridge Quarterly of Health Care Ethics14 (2005:3), 322–328.
 • „Ética y sanidad: Dignidad y diálogo en la relacíon asistencial“, Revista Laguna 2004, 14, Servicio de Publicaciones Universidad de la Laguna, 23–35.
 • „Sjálfræði og sjúkdómsvæðing“, Sjúkdómsvæðing, 2004, Siðfræðistofnun og Háskólaútgáfan, ritstj. Ólafur Páll Jónsson og Andrea Ósk Jónsdóttir, 53–70.
 • „Notkun stofnfrumna úr fósturvísum til lækninga: viðhorfskönnun meðal íslenskra lækna, lögfræðinga og presta.“ Læknablaðið 2003:6;89. Læknafélag Íslands. Meðhöfundar Trausti Óskarsson, Flóki Guðmundsson, Jóhann Ágúst Sigurðsson, Linn Getz, 499–504.
 • „Education in bioethics in Iceland“Teaching Bioethics. Report from a seminar (Nord 2002:2), 73–89.
 • „Er fósturgreining boðleg? Siðfræðileg álitamál um greiningu erfðagalla á fósturstigi”. Læknablaðið Fylgirit 42/2001, 64–67.
 • „Universal Principles in Particular Contexts“ ,Medicine, Health Care and Philosophy 4 (2001:2), 237–240.
 • „Experience or Authority? A response to Widdershoven“Medicine, Health Care and Philosophy 3 (2000:2), 191–193.
 • „Gadamerian dialogue in the patient-professional interaction.“ Medicine, Health Care and Philosophy 3 (2000:1), 17–23.
 • „Kant, Mill and Consumer Autonomy: a response to R.S. Downie“, Ends and Means 3 (1999:3), 15–16.
 • „Líkaminn og læknislistin.“ Flagð undir fögru skinni, ritstjóri Hannes Sigurðsson, Nýlistasafnið 1998, 343–345.
 • „Þagnarskylda, tilkynningarskylda og barnavernd“. Meðhöfundur Jón R. Kristinsson. Ársskýrsla Barnaverndarráðs (1996), 13–14.
 • „Samráð í heilbrigðisþjónustu. Heimspekilegur inngangur að málþingi Siðaráðs Landlæknis.“ Læknablaðið 83 (maí 1997), 309–315.
 • „Siðfræðilegir þættir við takmörkun meðferðar við lok lífs“. Læknablaðið83 (1997), 92–101. Meðhöfundar: Elsa B. Valsdóttir, Pálmi V. Jónsson og Hildur Helgadóttir.
 • „Upplýstir sjúklingar“, Tímarit Félags hjúkrunarnema við Háskóla Íslands 19 (1996), 38–40. Einnig birt í Heilbrigðismálum (1996:1), 21–25.
 • „The Patient-Professional Interaction“, Research on Violence, Threats and Bullying as Health Risks Among Health Care Personnel. Proceedings from the Workshop for Nordic researchers in Reykjavík, 14–16 August 1994. Tema Nord 1995:583.
 • „Vegna barnsins sjálfs“, Tilraunir handa Þorsteini, Ólafur Páll Jónsson (Heimspekistofnun 1994), 170–186.
 • „Kommunikasjonens moralske intensjoner i omsorgen ved livets slut“, Nordisk Tidsskrift for Palliativ Medisin 11 (nr. 4, 1994), 37–42.
 • „Towards Authentic Conversations. Authenticity in the Patient-Professional Relationship“Theoretical Medicine 15 (1994), 227–242.
 • „Tæknifrjóvgun: Siðferðileg álitamál“. Curator, tímarit hjúkrunarfræðinema 18 (1994).
 • „Heilbrigði: hvorki dygð né hamingja“, Læknaneminn 46 (1993:1), 47–52.
 • „Fóstureyðingarvandinn“. Erindi Siðfræðinnar (Reykjavík: Rannsóknarstofnun í siðfræði 1993), 197–230.
 • „For barnets skyld“. Nordisk Utveckling 95 (1993:1), 12–13.
 • „Glasafrjóvgun“. Fréttabréf í hjúkrunarfræði 3 (1992:4), 4.
 • „Eins dauði er annars brauð“. Curator, tímarit hjúkrunarfræðinema 15 (1991), 31–35.
 • Siðfræði heilbrigðisþjónustu. Safn fimm greina, ásamt siðareglum og verkefnum. Háskóli Íslands 1990, 89 bls.
 • „Siðareglur hjúkrunarfólks: Tilefni, tilgangur, takmarkanir.“ Curator, tímarit hjúkrunarfræðinema 12 (1988), 20–21 og 26–28.
 • „Gagnrýni á heilbrigðiskerfið og læknavísindin.“ 10. kafli í skýrslunni “Heilbrigði og lífshættir”. Gróandi þjóðlíf: Mannfjöldi, heilbrigði, byggð og umhverfi og framtíðarsýn æskufólks fram yfir aldamót (Framkvæmdanefnd um framtíðarkönnun: Reykjavík 1987), 102–114.
 • „Ný heilbrigðisstefna – hvers vegna?“ Þjóðlíf 2 (1986:3), 6–14.
 • “Social Values and the Sick Child.” Sjuka barn i samhallet.Kongressreferat (Vasa lans Cancerforening 1986), 24–39.

Viðtöl

Siðfræði erfðarannsókna og vísindaleg borgaravitund

Þegar íslensk stjórnvöld kynntu áform um Miðlægan gagnagrunn á heilbrigðissviði í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu (1998) vakti það miklar umræður. Ég tók þátt bæði innanlands og á alþjóðlegum vettvangi í að ræða siðferðileg álitamál sem tengdust því að safna upplýsingum um heilsufar, erfðir og ættfræði og samtengja þær í víðtækum gagnagrunns-rannsóknum. Á árunum 2002–2007 voru rannsóknaverkefni undir minni stjórn styrkt af Rannís, NorFA og Evrópusambandinu. Þessi verkefni voru unnin í samstarfi við fræðimenn frá Englandi, Eistlandi, Finnlandi og Svíþjóð þar sem sambærilegir gagnagrunnar voru í smíðum. Árið 2004 var haldin alþjóðleg ráðstefna í Reykjavík á vegum evrópska rannsóknaverkefnisins sem gekk undir nafninu ELSAGEN. Niðurstöður þess birtust í bók hjá Cambridge University Press (2007). Á seinni árum hafa rannsóknir mínar um þessi efni einkum beinst að siðfræðilegum spurningum um notkun erfðaupplýsinga úr gagnagrunnsrannsóknum í heilbrigðisþjónustu og áhrifum þess bæði á félagslegt heilbrigðiskerfi og vísindalega borgaravitund.

 • Bækur: The Ethics and Goverance of Human Genetic Databases. European Perspectives. Ritstj. Matti Häyry, Ruth Chadwick, Vilhjálmur Árnason, Garðar Árnason. Cambridge: Cambridge University Press 2007.
 • Blood & Data. Ethical, Legal and Social Aspects of Human Genetic Databases. Ritstjórar Garðar Árnason, Salvör Nordal, Vilhjálmur Árnason. University of Iceland Press and Centre for Ethics, Reykjavík 2004.

Greinar og bókakaflar

 • „Biological or Democratic Citizenship”, Bioethics and BiopoliticsPéter Kakuk ed. (Dordrecht: Springer 2017), 31‒
 • „Responsible Return. Consent for Feedback from Biobanks Research“,Ethics and Oncology. New Issues of Therapy, care, and Research, Monika Bobbert, Beate Herrmann, Wolfgang U. Eckart, ritstj. (Freiburg: Verlag Karl Aber 2017), 154–167.
 • „Ætti að segja þátttakendum í vísindarannsóknum frá stökkbreytingum í þeirra eigin BRCA-genum?“,Læknablaðið 100 (2014), 178–179. Meðhöfundar Jórunn Eyfjörð, Vigdís Stefánsdóttir, Jón Snædal og Stefán Hjörleifsson.
 • „Scientific Citizenship in a Democratic Society”, Public Understanding of Science 22 (2013: 8), 927–940 (online publication 24. júlí 2012).
 • „Iceland.“ Handbook of Global Bioethics, H.A.M.J. ten Have, B. Gordijn, ritstj. (Springer Verlag 2013), 1141–1164.
 • „Patientenautonomie, Humangenetik und Biopolitik”. Þýð. Felix Koch. Patientenautonomie, Claudia Wiesemann og Alfred Simon, ritstj. (Münster: mentis 2013), 275–286.
 • „The Personal is Political: Ethics and Personalized Medicine“Ethical Perspectives 19 (2012:1), 103–122.
 • „Database Research: Public and Private Interests”,Cambridge Quarterly of Health Care Ethics 20 (2011:4), 563–571.
 • „Rökræðulýðræði, borgaravitund, lífpólitík“.Ragnarsbók (Hið íslenska bókmenntafélag 2009), bls. 484−494.
 • „Scientific citizenship, benefit, and protection in population based research“,Ethics of research biobanking,  Jan Helge Solbakk, Sören Holm, Björn Hoffman. Springer Verlag 2009, s. 131−141.
 • „Decoding the genetics debate: hype and hope in Icelandic news media 2000 and 2004“.New Genetics and Society 27 (2008:4), 377–394. Meðhöfundar Stefán Hjörleifsson og Edvin Schei.
 • „Population Databanks and Democracy in Light of the Icelandic Experience“.Genetic DemocracyPhilosophical Perspectives. ritstj. Veiko Launis og Juha Räikkä. Springer Verlag 2008), 93–104. Meðhöfundur Stefán Hjörleifsson.
 • „Biopolitics in a Democratic Society.“Bioethics, Politics and Business. TemaNord 2008:570, 15–26.
 • „Geneticization and bioethics: advancing debate and research“.Medicine, Health Care and Philosophy 10 (2007:4), 417–431. Meðhöfundur Stefán Hjörleifsson.
 • „Introduction: some lessons of ELSAGEN“ og „Introduction: ethical questions“.The Ethics and Goverance of Human Genetic Databases. European Perspectives. Ritstj. Matti Häyry, Ruth Chadwick, Vilhjálmur Árnason, Garðar Árnason (Cambridge: Cambridge University Press 2007), 1–7 og 149.
 • „Informed consent and human genetic database research“.The Ethics and Goverance of Human Genetic Databases. European Perspectives. Ritstj. Matti Häyry, Ruth Chadwick, Vilhjálmur Árnason, Garðar Árnason (Cambridge: Cambridge University Press 2007), 199–216. Meðhöfundur Sigurður Kristinsson.
 • „Coding and Consent. Moral Challenges of the Database Project in Iceland”,The Bioethics Reader. Editor’s Choice, ritstj. R. Chadwick, H. Kuhse, W.A. Landman, U. Schlenk, P. Singer (Blackwell Publishing 2007), 365–386 [endurprentun]. Úrval af bestu greinum sem birtar hafa verið á 25 ferli tímaritsins.
 • „The Ethics of Genetics and Medical Information“,Nordiska Styrka – perspekitiv till samarbete inom forskningen, ritstj. L. Hakamies-Blomqvist, E.K. Rydberg., M.M. Nilsen (Oslo: NordForsk 2006), 14–17.
 • „Heimild fyrir gagnagrunnsrannsóknum“,Læknablaðið 91 (2005:5), 425–438.
 • „Informed, Democratic Consent? The Case of the Icelandic Database.“Trames 2004, 8, Estonian Academy of Sciences and the University of Tartu, 164–177. Meðhöfundur Garðar Árnason.
 • „Coding and Consent. Moral Challenges of the Database Project in Iceland”,Bioethics 2004, 18,1, Blackwell Publishing, 39–61.
 • „Community Consent, Democracy and Public Dialogue: The Case of the Icelandic Health Sector Database“. „Bioethics, Biotechnology and the Public“, ritstj. Agnes Allansdóttir, Rivista di Etica e Scelte Pubbliche (N. 63 2001), 105–116. Meðhöfundur Garðar Árnason.

Viðtöl

Hrunið, íslenskt samfélag og lýðræði

Á námsárunum Bandaríkjunum (1978–1982) færðist áhugi minn frá hinum persónulega reynsluþætti siðferðisins, sem tilvistarstefnan greinir, yfir á hið félagslega samhengi sem bæði nærir mannlegt siðferði og stendur því fyrir þrifum. Eins og sér stað í doktorsritgerð minni hef ég alla tíð lagt áherslu á að greina siðferðið í nánum tengslum við félagslegt og pólitískt samhengi mannlegra athafna. Við Háskóla Íslands og fleiri háskóla hélt ég námskeið í stjórnmálaheimspeki og lét mig varða ýmis efni í íslensku samfélagi, svo sem álitamál um stjórn fiskveiða og um lýðræðislega stjórnarhætti. Árið 2009 var mér falið að leiða vinnuhóp sem var skipaður af Alþingi til að meta hvort íslenska bankahrunið mætti rekja til siðferðis og starfshátta. Í kjölfar þessa hafa rannsóknir mínar beinst að íslensku lýðræði fyrir og eftir hrun með sérstöku tilliti til þess hvernig nýta megi rökræðukenningar til að styrkja stofnanir fulltrúalýðræðisins. Ég fékk styrk frá Rannís 2013–2015 til að leiða þverfaglegt rannsóknarverkefni um íslenskt lýðræði fyrir og eftir hrun og komu niðurstöður þess út á bók 2018.

 • Bækur: Íslenskt lýðræði. Starfsvenjur, gildi og skilningur, ritstjórar Vilhjálmur Árnason og Henry Alexander Henrysson (Háskólaútgáfan og Siðfræðistofnun 2018.
 • Hugsmíðar. Um siðferði, stjórnmál og samfélag.Háskólaútgáfan og Siðfræðistofnun 2014.
 • Skýrsla: Siðferði og starfshættir í tengslum við fall íslensku bankanna 2008. Meðhöfundar Salvör Nordal og Kristín Ástgeirsdóttir. 8. bindi í skýrslu Rannsóknarnefndar. Ritstjórar Páll Hreinsson, Tryggvi Gunnarsson og Sigríður Benediktsdóttir (Alþingi 2010), Viðauki I.

Greinar og bókakaflar

 • „Eftirþanki: Hvað ætti að einkenna íslenskt lýðræði?“,Íslenskt lýðræði. Starfsvenjur, gildi og skilningur, ritstjórar Vilhjálmur Árnason og Henry Alexander Henrysson (Háskólaútgáfan og Siðfræðistofnun 2018), 239‒260 (meðhöfundur Henry Alexander Henrysson).
 • „Greining á íslensku lýðræði. Um rannsóknarverkefnið“,Íslenskt lýðræði. Starfsvenjur, gildi og skilningur, ritstjórar Vilhjálmur Árnason og Henry Alexander Henrysson (Háskólaútgáfan og Siðfræðistofnun 2018), 9‒ 
 • Moral Culture and the Financial Crisis in Light of the Icelandic Experience“,Midwest Studies in Philosophy XLII (2018). Meðhöfundur Salvör Nordal. DOI: 10.1111/misp.12086
 • „Have Icelanders Learned Their Lesson? The Investigation of the Icelandic Collapse and its Aftermath”,The Return of Trust? Institutions and the Public after the Icelandic Financial Crisis, ritstj. Throstur Olaf Sigurjonsson, David L. Schwarzkopf, Murray Bryant (Emerald 2018), 173–193.
 • Icelandic politics in light of normative models of democracy“,Stjórnmál og stjórnsýsla. Sérhefti um vald og lýðræði (31. maí 2018), 35–60.
 • „Democratic practices, governance, and the financial crash“,Icelands‘s Financial Crisis. The politics of blame, protest, and reconstruction. Valur Ingimundarson, Philippe Urfalino og Irma Erlingsdóttir, ritstj. (London: Routledge 2016), 121‒
 • „Something Rotten in the State of Iceland. “The Production of Truth” about the Icelandic banks”. Í:Gambling Debt: Iceland’s Rise and Fall in the Global Economy, Gísli Pálsson og Paul Durrenberger  (Boulder: University Press of Colorado 2015), 47–59.
 • „Financial Collapse and Democratic Reconstruction in Iceland“, Retrenchment or renewal? Welfare states in times of economic crisis. Guðmundur Jónsson og Kolbeinn Stefánsson, ritstj. (University of Helsinki, NORDWEL Series, 2013), Chapter 18.
 • „Óvinur lýðræðisins? Um Platon og rökræðulýðræði“,Hugsað með Platoni. Neðanmálsgreinar við heimspeking, ritstj, Svavar Hrafn Svavarsson (Háskólaútgáfan og Heimspekistofnun 2013), 131–149.
 • “To Model an New Way of Democracy”. The Case of National Forums in Iceland”. Developing Democracies. Democracy, Democratization and Development, M. Bøss, J. Møller og S-E. Skaaning, ritstj. (Aarhus University Press 2013), bls. 203–216.
 • „Valdið fært til fólksins? Veikleikar og verkefni íslensks lýðræðis í aðdraganda og eftirmála hrunsins.“ Skírnir (vor 2013), 11–54.
 • „Cracks beneath Iceland‘s banking meltdown“.Compliance Monitor (October 2011), 22–24.
 • „Moral analysis of an economic collapse – an exercise in practical ethics”.Etikk i praksis. Nordic Journal of Applied Ethics (2010), 4 (1), 101–123.
 • „Árvekni eða auðsveipni. Hlutverk hugvísindamanna í samfélagsumræðu.Ritið 2 (2009), 21−34.
 • „Valdið og vitið. Lýðræðið ígrundað“,Ritröð Guðfræðistofnunar. Tileinkuð Dr. Birni Björnssyni sjötugum, ritstj. Sólveig Anna Bóasdóttir (nr. 24, 2007), 255–268.
 • „Ríkið og lýðræðið. Páll um stjórnmál“.Hugsað með Páli. Ritgerðir til heiðurs Páli Skúlasyni sextugum,  Róbert H. Haraldsson, Salvör Nordal og Vilhjálmur Árnason. Háskólaútgáfan 2005), 87–95.
 • Ethical issues in Fisheries. FAO Ethics Series 4. Rome: FAO 2005. Meðhöfundar Devin Bartley, Serge Garcia, Róbert H. Haraldsson, Dagfinnur Sveinbjörnsson og Hiromoto Watanabe.
 • „Hvað er ranglátt við kvótann?“Tímarit Lögfræðinga 49 (1999:2), 73–84.
 • „Siðvæðing stjórnmála“,Siðferði og stjórnmál,  Jón Á. Kalmansson (Reykjavík: Siðfræðistofnun Háskóla Íslands 1995), 69–83.
 • „Mannhelgi og mannréttindi“.Mannréttindi í stjórnarskrá. Mannréttindaskrifstofa Íslands, Rit nr. 1 (Reykjavík 1994), 19–26.
 • „Í leit að lýðræði.“Skírnir165 (haust 1991), 474–479. 

Viðtöl